Þúsund Fjalir var stofnað árið 1999 af Björgvin Sigmari Stefánssyni húsasmíðameistara. Fyrirtækið hóf starfsemi sína með áherslu á sérhæfða þjónustu við vatnstjón og hefur síðan þá vaxið og dafnað.
Í dag er Þúsund Fjalir leiðandi fyrirtæki í þjónustu við vatnstjón og rakaskemmdir á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir iðnaðarmenn með víðtæka þekkingu á byggingariðnaði.
Þúsund Fjalir sinna útkallsþjónustu fyrir tryggingafélög, sveitafélög, ríki, sem og fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið vinnur verkefnin í heild og notast við öflugt tengslanet annarra iðnaðarmanna ef verkefni kallar á þjónustu sem er utan sérsviðs Þúsund Fjala.
Hjá fyrirtækinu starfa sveinar og meistarar í húsasmiðir, pípulögnum, múrverki og húsamálun. Fyrirtækið hefur mikla og sérhæfða reynslu af tjónum sem orsakast af langvarandi leka, s.s. málum þar sem um óútskýrðar rakaskemmdir og myglu er að ræða.
Vinnuferlið sem viðhaft er í slíkum málum endurspeglast af langri reynslu og verkferlum sem sérhæfðir fræðimenn hafa þróað í þeim efnum. Tækjabúnaður er sérhæfður sem og umgengni og umhirða.
Þá hefur fyrirtækið yfir að ráða innréttingarverkstæði sem tekur að sér stór sem smá verk. Okkar markmið er að veita framúrskarandi þjónustu og tryggja að viðskiptavinir okkar fái bestu mögulegu lausnir.
Við vinnum verkefnin í heild og höfum aðgang að öflugu tengslaneti iðnaðarmanna.
Hjá okkur starfa sveinar og meistarar í húsasmíði, pípulögnum, múrverki og húsamálun.
Við höfum mikla reynslu af tjónum sem orsakast af langvarandi leka og óútskýrðum rakaskemmdum.
Húsasmíðameistari / Framkvæmdarstjóri
Við erum ávallt tilbúin að aðstoða þig og svara öllum spurningum.
+354 419 1717vatnstjon@vatnstjon.is